Alþjóðlega einingakerfið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Sjá einnig SI mælieiningar
SI (eða Alþjóðlega einingakerfið) er skammstöfun fyrir „Système International d'Unités“, franska heitið á mælieiningakerfinu. Kerfið er notað næstum því alls staðar á jörðinni en annað mælieiningakerfi er notað í Bandaríkjunum og í fleiri löndum. Við ákvörðun á kerfinu, voru innleiddar þáverandi skilgreiningar í metra-kílógrammi-sekúndu einingakerfinu sem kallaðist MKS og þar að auki bætt inn nokkrum skilgreiningum á öðrum mælieiningum í viðbót. Skilgreiningar sumra af mælieiningunum hafa verið endurnýjaðar síðan kerfið gekk fyrst í gildi, eins og til dæmis metri og sekúnda.
SI kerfið er stundum kallað metrakerfið, en það er í rauninni rangnefni því að metrakerfið er annað kerfi og eldra.
Flestar mælieiningar í SI kerfinu eru byggðar á einni grunnmælieiningu og síðan ákveðið forskeyti eftir stöðu tölunnar í tugakerfinu, grunneiningarnar kílógramm og sekúnda eru samt undantekningar, kílógramm þar sem forskeyti er við grunneininguna og sekúnda því að tímatalning byggist á eldra kerfi af germanskri rót og notast við tylftir. Ein mínúta er þannig hálft stórt hundrað sekúndna, eða 60 sekúndur.
[breyta] Tengt efni