Biskup
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Biskup er titill ýmissa gerða embættismanna í hinum ýmsu kristnu kirkjum. Orðið biskup er komið í íslensku frá gríska orðinu episkopos (επισκοπος) gegnum latneska orðið episcopus, sem þýða má sem biskup, eftirlitsmaður eða yfirmaður.
Biskupsdæmi eru mjög misstór og oftast tengist stærð þeirra sögulegum ástæðum svo og hlutverk þeirra. Í sumum kirkjudeildum (svo sem þeim rómversk-kaþólsku og Rússnesku/grísku rétttrúnaðarkirkjunni) eru til fleiri en ein gerð biskupa, sem hafa mismunandi valdsvið, til dæmis erkibiskupar og patríarkar. Páfinn í Róm er í raun rómversk-kaþólski biskup þeirrar borgar og jafnframt æðsti biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Meðal þess sem biskupar sjá oft um er að vígja presta og stjórna ýmsum athöfnum.
Biskup Íslands er æðsti maður þjóðkirkjunnar.