John Steinbeck
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Steinbeck (27. febrúar 1902 – 20. desember 1968) var bandarískur rithöfundur og einn af þekktustu rithöfundum 20. aldar. Skáldsögur hans voru raunsæjar og gagnrýnar og fjölluðu oft um fátækt verkafólk. Hann fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1962. Frægastur er hann fyrir skáldsögurnar Mýs og menn (1937) og Þrúgur reiðinnar (1939).