Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kalsín er frumefni með efnatáknið Ca og er númer 20 í lotukerfinu. Kalsín er mjúkur grár jarðalkalímálmur sem að er notaður sem afoxari í útdrætti á þóríni, sirkoni og úrani. Þetta er einnig fimmta algengasta frumefnið í skorpu jarðar. Það er nauðsynlegt lífverum þá sérstaklega í lífeðlisfræði frumna. Í snertingu við vatn myndar kalsín hydroxíð sitt. Hvarfið er mjög útvermið og þess vegna getur kviknað í því vetni sem myndast. Kalsín hvarfast við vatn samkvæmt efnalíkingunni:
- Ca + 2H2O → Ca(OH)2 + H2