Níóbín
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vanadín | ||||||||||||||||||||||||
Sirkon | Níóbín | Mólýbden | ||||||||||||||||||||||
Tantal | ||||||||||||||||||||||||
|
Níobín (einnig kólumbíum) er frumefni með efnatáknið Nb og er númer 41 í lotukerfinu. Sjaldgæfur, mjúkur, grár, sveigjanlegur hliðarmálmur, níóbín finnst í níóbíti og er notað í málmblöndur. Það er notað til að búa til sérstakt stál og í sterk samskeyti. Níóbín var uppgötvað í ýmsum tegundum kólumbítis (nú kallað níóbít) og var fyrst nefnt eftir þessari steintegund.
[breyta] Almenn einkenni
Níobín er gljáandi grár, linur málmur sem að tekur á sig bláleitann keim þegar það kemst í snertingu við loft við stofuhitastig í langvarandi tíma. Efnafræðilegir eiginleikar níóbíns eru næstum þeir sömu og tantals, sem að finnst fyrir neðan það í lotukerfinu.
Þegar það er verkað, jafnvel við meðalhita, verður að hafa það í vernduðum lofthjúp. Níobín byrjar að oxast í lofti við 200°C og oxunarstig þess eru +2, +3 og +5.
[breyta] Notkun
Níóbín hefur ýmis not: það er notað í sumar tegundir af ryðfríu stáli og málmblöndur með ójárnblönduðum efnum. Þessar málmblöndur eru sterkar og eru oft notaðar til byggingar leiðslukerfa. Önnur not;
- Málmurinn hefur lítinn virkann flöt gagnvart hægfara nifteindum og er því notað í kjarnorkuiðnaði.
- Hann er einnig notaður í rafsuðuvíra fyrir sumar tegundir ryðfrís stáls.
- Sökum bláa litarins er níóbín notað í skartgripi fyrir húðgötun (yfirleitt þó sem málmblanda).
- Umtalsvert magn af níóbín, í formi hreins járn-níóbíns og nikkel-níóbíns, er notað í nikkel-, kóbolt- og járngerðar ofurmálmblöndur sem notaðar eru svo í hluti eins og þotuhreyfla, hlutasamsetningu eldflauga, og önnur hitaþolin brennslutæki. Sem dæmi var þessi málmur notaður í háþróaðar bolgrindir eins og þær sem að notaðar voru í Gemini áætlunina.
- Verið er að meta níóbín sem annan kost yfir tantal í þétta.
Níóbín breytist í ofurleiðara þegar það er kælt niður á lághitafræðilegt hitastig. Við staðalþrýsting hefur það hæsta markhita allra frumefnaofurleiðara, 9.3 K. Að auki er það eitt af þremur ofurleiðurum frumefna sem að haldast ofurleiðarar í viðurveru sterks segulsviðs (hin tvö eru vanadín og teknetín). Níóbín-tin og níóbín-títan málmblöndur eru notaðar í víra fyrir ofurleiðandi segulstál sem að geta mynda gríðarlega sterk segulsvið.