Niels Bohr
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Niels Bohr (7. október 1885 – 18. nóvember 1962) var danskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi. Hann var einn af frumherjum skammtafræðinnar og best þekktur fyrir að bregða birtu yfir byggingu atóma/frumeinda. Hann hlaut nóbelsverðlaun 1922 fyrir þá vinnu sína.