Svarthol
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svarthol er í heimsfræði, hugtak haft yfir svæði í tímarúmi sem ekkert sleppur frá, ekki einu sinni ljós.
Til að gera sér í hugarlund af hverju þetta gerist, er hægt að ímynda sér að maður kasti bolta upp í loftið. Því fastar sem maður kastar boltanum því hraðar fer hann úr hendi manns og því hærra fer hann áður en hann tekur að falla aftur. Kasti maður boltanum nógu fast, snýr boltinn ekki aftur því að þyngdarafl Jarðar nær ekki að toga boltann aftur niður. Til að þetta sé mögulegt þarf að kasta boltanum á hraða sem jafngildir lausnarhraða. Lausnarhraði Jarðar er 11,186 km/s.
Ef að hlut er þjappað nógu mikið saman, eykst massi hans og bæði aðdráttarkraftur og lausnarhraði. Því þurfa hlutir meiri og meiri hraða til að sleppa eftir því sem aðdráttarkrafturinn sem verkar á þá er sterkari. Að lokum getur komið að því að hlutir verða svo massamiklir að ekkert sleppur frá aðdráttarkrafti þeirra, ekki einu sinni ljós, en ekkert ferðast hraðar en ljósið sem hefur hraðann 300.000 km/s. Þetta kallast svarthol.
[breyta] Tengt efni
- Einsetulögmálið
- Markmassi Chandrasekhar