Tasmaníuskolli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tasmaníuskolli Ástand stofns: Í lítilli hættu
|
|||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Karlkyns Tasmaníuskolli.
|
|||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||
Sarcophilus laniarius (Boitard, 1841) |
|||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||
Samheiti | |||||||||||||||||||||
Sarcophilius harrisii |
Tasmaníuskolli eða Tasmaníudjöfull (fræðiheiti: Sarcophilus laniarius) er kjötetandi pokadýr sem finnst aðeins á eyjunni Tasmaníu á okkar dögum. Tasmaníuskollinn er eini meðlimur ættkvíslarinnar Sarcophilus. Hann er svipaður að stærð og hundar, riðvaxinn og vöðvamikill, og er stærsta kjötetandi pokadýr heims. Tasmaníuskollinn hefur svartan feldi, er illa lyktandi, sem magnast þegar dýrinu er ógnað, hefur mjög háværan og óhugnanlegan skræk og er grimmur þegar hann nærist. Skollinn veiðir sér til matar og étur hræ, er einlífisvera, en étur þó einstaka sinnum í félagi við aðra skolla.
Tasmaníuskollinn dó út á meginlandi Ástralíu um 400 árum fyrir komu Evrópubúa (1788). Hann var álitinn skaðræðisgripur og ógn við búfénað á Tasmaníu og var því veiddur til ársins 1941 en þá var hann friðaður. Stofninn hefur minnkað síðan seint á 20. öld vegna skæðs andlitskrabbameins og er hann nú að komast í útrýmingarhættu. Ríkisstjórn Tasmaníu vinnur að því að draga úr áhrifum krabbameinsins á stofninn.
[breyta] Heimildir
- Greinin „Tasmanian Devil“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. maí 2006.