Virðisaukaskattur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Virðisaukaskattur (VASK eða VAT fyrir enska heitið value added tax) er skattur lagður á sölu þjónustu og varnings. VASK-urinn er óbeinn skattur sökum þess að skatturinn er innheimtur af seljanda vöru eða þjónustu en ekki þeim sem borgar skattinn. Virðisaukaskatturinn er uppfinning Maurice Lauré.
Dæmi um innheimtu og álagningu virðisaukaskatts:
- Verslunareigandi kaupir vöru á 50 kr. af heildsala í ríki þar sem er 10% virðisaukaskattur. Hann kaupir því vöruna á 55 kr. Verslunareigandinn ætlar að fá 90 kr. fyrir vöruna og selur hana því á 99 kr. Verslunareigandinn innheimtir því 9 kr. í VASK en borgar þar af 5 kr. til heildsala. Ríkið innheimtir þá 4 kr. af verslunareigandanum. Neytandinn er aldrei rukkaður þar sem hann borgar skattinn óbeint í verði vörunar.