19. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2006 Allir dagar |
19. júlí er 200. dagur ársins (201. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 165 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1255 - Á Þveráreyrum í Eyjafirði verð mikill bardagi þar sem hundruð manna börðust og á annan tug féllu. Þessi bardagi hefur hlotið nafnið Þverárfundur. Þar féll meðal annarra Eyjólfur ofsi Þorsteinsson.
- 1627 - Tyrkjaráninu lauk og héldu ræningjarnir heim á leið til Algeirsborgar í Alsír með feng sinn, um 400 manns, sem þeir höfðu rænt í Grindavík, Vestmannaeyjum og á Austfjörðum.
- 1813 - Fyrstu menn gengu á Hvannadalshnjúk í Öræfajökli og voru það norskur mælingamaður, Hans Frisak, og Jón Árnason, hreppstjóri.
- 1930 - Síldarverksmiðjur ríkisins hófu síldarbræðslu á Siglufirði.
- 1953 - Á Arnarstapa í Vatnsskarði í Skagafirði var afhjúpaður minnisvarði um Stephan G. Stephansson skáld en um eitt hundrað ár voru þá frá fæðingu hans.
- 1968 - Jónas Jónsson lést. Hann var jafnan kenndur við bæinn Hriflu. Jónas hafði verið skólastjóri Samvinnuskólans, þingmaður í aldarfjórðung og dómsmálaráðherra í 5 ár, formaður Framsóknarflokksins í 10 ár.
- 1970 - Þingeyskir bændur fóru í mótmælaför frá Húsavík til Akureyrar og mótmæltu virkjun í Laxá. Rúmum mánuði síðar var stífla í ánni sprengd.
- 1974 - Varðskipið Þór tók breska togarann C.S. Forrester að ólöglegum veiðum og varð að elta hann 120 mílur á haf út og skjóta á hann 8 fallbyssuskotum áður en hann stöðvaði, þá orðinn lekur. Skipstjórinn var dæmdur í 4 ára fangelsi.
- 1981 - Á Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu var afhjúpaður minnisvarði um Þorvald víðförla og Friðrik biskup af Saxlandi, en þeir voru fyrstu kristniboðar á Íslandi og hófu boðun sína árið 981.
- 1989 - Á Kolbeinsey, 74 km norðvestur af Grímsey, var hafin bygging þyrlupalls með áfestum ratsjárspeglum og jarðskjálftamælum.
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
- 1968 - Jónas Jónsson frá Hriflu.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |