3. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2006 Allir dagar |
3. júlí er 184. dagur ársins (185. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 181 dagur er eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1921 - Kristján X stofnaði Hina íslensku fálkaorðu.
- 1928 - Bifreið fór um Öxnadalsheiði í fyrsta sinn. Ferðin frá Blönduósi til Akureyrar tók 15 klukkustundir.
- 1948 - Marshallaðstoðin barst Íslendingum frá Bandaríkjamönnum, um 39 milljónir dala.
- 1954 - Happdrætti DAS hóf göngu sína og var dregið í fyrsta sinn. Fyrsti vinningur var Chevrolet bifreið.
- 1973 - Vísindamenn tilkynntu formlega um goslok í Vestmannaeyjum.
- 1986 - Farsímakerfi var tekið í notkun með þjónustustöðvar á svæðinu frá Vík í Mýrdal til Vestfjarða.
- 1988 - Bandaríska herskipið USS Vincennes skaut í misgripum niður farþegaþotu á vegum Iran Air. 290 farþegar fórust.
[breyta] Fædd
- 1808 - Konráð Gíslason, málfræðingur og einn Fjölnismanna (d. 1891).
- 1883 - Franz Kafka, tékkneskur rithöfundur (d. 1924).
- 1927 - Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |