Framsóknarflokkurinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur, miðjusinnaður stjórnmálaflokkur á Íslandi, sem stofnaður var 16. desember 1916 með samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda.
Framsóknarflokkurinn hefur í gegnum tíðina notið mests fylgis á meðal bænda og íbúa þéttbýlis í landbúnaðarhéruðum, þó að í seinni tíð hafi hann reynt að ná einnig betur til annarra þéttbýlisbúa. Flokkurinn hefur verið aðili að ríkisstjórn síðan 1995 og hefur nú 12 þingsæti á Alþingi.
Framsóknarflokkurinn hefur verið næst stærsti stjórnmálaflokkur Íslands þó svo að fylgi hans hafi dalað undanfarið en hann fékk um 17% fylgi í Alþingiskosningum 2003 og er nú sá þriðji stærsti.
Framsóknarflokkurinn hefur átt auðvelt með að vinna með öðrum flokkum hvort sem þeir tilheyra vinstri eða hægri væng stjórnmálanna.
Íslensk stjórnmál![]() Þessi grein er hluti af greinaflokknum: Íslensk stjórnmál |
|
Efnisyfirlit |
[breyta] Framkvæmdastjórn
- Formaður: Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra
- Varaformaður: Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra
- Ritari: Sæunn Stefánsdóttir,
- Þingflokksformaður: Hjálmar Árnason, alþingismaður
- Formaður SUF: Jakob Hrafnsson
- Formaður LFK: Bryndís Bjarnason
[breyta] Þingflokkur
- Formaður: Hjálmar Árnason, 6. þm. Suðurkjördæmis
- Varaformaður: Magnús Stefánsson, 3. þm. Norðvesturkjördæmis félagsmálaráðherra
- Árni Magnússon, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, félagsmálaráðherra, sagði af sér sem ráðherra og þingmaður
- Birkir J. Jónsson, 9. þm. Norðausturkjördæmis
- Dagný Jónsdóttir, 8. þm. Norðausturkjördæmis
- Guðni Ágústsson, 3. þm. Suðurkjördæmis, landbúnaðarráðherra
- Halldór Ásgrímsson, 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, sagði af sér.
- Jón Kristjánsson, 4. þm. Norðausturkjördæmis, heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra eftir afsögn Árna
- Jónína Bjartmarz, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, umhverfismálaráðherra, ráðherra norrænna samstarfsmála
- Kristinn H. Gunnarsson, 7. þm. Norðvesturkjördæmis
- Siv Friðleifsdóttir, 5. þm. Suðvesturkjördæmis, heilbrigðisráðherra eftir afsögn Árna
- Valgerður Sverrisdóttir, 1. þm. Norðausturkjördæmis, utanríkisráðherra
[breyta] Sérsambönd
- Samband ungra framsóknarmanna (SUF)
- Landsamband framsóknarkvenna (LFK)
[breyta] Formenn
- Ólafur Briem, 1916-1920
- Sveinn Ólafsson, 1920-1922
- Þorleifur Jónsson, 1922-1928
- Tryggvi Þórhallsson, 1928-1932
- Ásgeir Ásgeirsson, 1932-1933
- Sigurður Kristinsson, 1933-1934
- Jónas Jónsson (frá Hriflu), 1934-1944
- Hermann Jónasson, 1944-1962
- Eysteinn Jónsson, 1962-1968
- Ólafur Jóhannesson 1968-1979
- Steingrímur Hermannsson, 1979-1994
- Halldór Ásgrímsson, 1994-2006
- Jón Sigurðsson 2006-