Kristófer Kólumbus
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristófer Kólumbus (1451 – 20. maí 1506) (katalónska: Cristòfor Colom, ítalska: Cristoforo Colombo, spænska: Cristóbal Colón, portúgalska: Cristóvão Colombo) var evrópskur landkönnuður og kaupmaður. Ferð hans til Nýja heimsins 1492 (sem hann áleit austurströnd Asíu og nefndi því Vestur-Indíur) var fyrsta skjalfesta ferð Evrópubúa til Ameríku, eftir að norrænir menn höfðu gefið landnám þar upp á bátinn. Hún markaði upphafið að umfangsmiklu landnámi Evrópubúa vestanhafs.