Mið-Austurlönd
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mið-Austurlönd er heiti á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs og Arabíuskaganum frá Rauðahafi í vestri að Persaflóa í austri. Svæðið inniheldur frjósama hálfmánann þar sem mörg stór menningarríki hafa risið í gegnum tíðina. Helstu tungumál sem töluð eru á svæðinu eru arabíska, persneska, hebreska, kúrdíska og tyrkneska.
Sumir kjósa að nota heldur heitið Suðvestur-Asía þar sem Mið-Austurlönd þykir miðast um of við sjónarhól Evrópubúa en oftast er þó ekki um samheiti að ræða.
Venjulega eru eftirfarandi lönd talin til Mið-Austurlanda:
- Barein
- Egyptaland
- Írak
- Íran
- Ísrael
- Jemen
- Jórdanía
- Katar
- Kúveit
- Kýpur
- Líbanon
- Óman
- Sameinuðu arabísku furstadæmin
- Sádí-Arabía
- Sýrland
Að auki eru oft Norður-Afríkuríkin og Afganistan oft talin til Mið-Austurlanda af menningarlegum og sögulegum ástæðum.
Afríka: | Afríka sunnan Sahara | Austur-Afríka | Gínea | Horn Afríku | Kongó | Magreb / Norðvestur-Afríka | Mið-Afríka | Norður-Afríka | Sahel | Stóru vötnin | Sunnanverð Afríka | Súdan | Vestur-Afríka | |
Ameríka: | Andesfjöll | Gvæjanahálendið | Karíbahaf | Mið-Ameríka | Slétturnar miklu | Suður-Ameríka | Suðurkeilan | Vötnin miklu | |
Asía: | Austur-Asía | Austur-Indíur | Austurlönd fjær | Indlandsskagi | Suður-Asía | Mið-Asía | Norður-Asía | Suðaustur-Asía | Suðvestur-Asía (Mið-Austurlönd, Austurlönd nær, Anatólía, Arabíuskaginn) | |
Evrópa: | Austur-Evrópa | Balkanskaginn | Benelúxlöndin | Bretlandseyjar | Eystrasalt | Mið-Evrópa | Norður-Evrópa | Norðurlöndin | Suður-Evrópa | Vestur-Evrópa | |
Aðrir: | Evrasía: Fyrrum Sovétlýðveldi | Kákasus Eyjaálfa: Aleuteyjar | Ástralasía | Kyrrahafsjaðar | Melanesía | Míkrónesía | Pólýnesía Heimskautin: Norðurheimskautið | Suðurskautslandið |