Núaksjott
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núaksjott (arabíska: نواكشوط eða انواكشوط) er höfuðborg Máritaníu og langstærsta borg landsins. Áætlaður íbúafjöldi var 881 þúsund árið 1999. Borgin er stærsta borgin í Sahara, ef undan eru skildar borgirnar norðan Atlasfjalla og í Nílardal. Borgin er hafnarborg við strönd Atlantshafsins. Hún var bara lítið fiskiþorp til 1957 þegar hún var valin sem höfuðborg Máritaníu.