Skonnorta
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![Skonnortan FS Etoile á Signu.](../../../upload/shared/thumb/b/bc/FS_Etoile.jpg/180px-FS_Etoile.jpg)
Skonnorta er seglskip með tveimur eða fleiri möstrum með gaffalseglum, þar sem fremsta mastrið er styttra en hin, bugspjót og stagsegl. Flestar skonnortur eru með gaffalsegl og þríhyrnt toppsegl. Fullbúin skonnorta er með þrjú framsegl. Þær voru fyrst notaðar af Hollendingum á 16. og 17. öld. Skonnortur gátu verið mjög mismunandi að stærð. Stærsta skonnorta sem smíðuð hefur verið var Thomas W. Lawson, smíðuð 1902, sem var 120 metrar að lengd, með sjö möstur og 25 segl.
Afbrigði af skonnortum eru toppseglsskonnorta, sem er með tvö rásegl á fokkumastrinu (yfirtoppsegl og undirtoppsegl) og bramseglsskonnorta sem er með þrjú (bramsegl, yfirtoppsegl og undirtoppsegl).
[breyta] Skonnortur á Íslandi
Skonnortur voru algeng sjón við Íslandsstrendur við lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar þar sem Frakkar notuðu þær á Íslandsmiðum. Eina skonnortan sem nú er í notkun á Íslandi er hvalaskoðunarbáturinn Haukur frá Húsavík sem var áður eikarvélbátur en breytt í tvímastra skonnortu árið 2002.
[breyta] Frægar skonnortur
- Fram sem Fridtjof Nansen, Otto Sverdrup og Roald Amundsen notuðu til að kanna norður- og suðurhöf.
Gerðir seglskipa | ||
![]() |
Kjölbátar: | Gaflkæna · Jakt · Julla · Kæna · Kútter · Slúppa · Tvíbytna |
![]() |
Rásigld skip: | Bússa · Djúnka · Langskip · Loggorta · Karavella · Karkari · Knörr · Kreari · Kuggur |
![]() |
Hásigld skip: | Barkantína · Barkskip · Briggskip · Brigantína · Galías · Góletta · Húkkorta · Korvetta · Skonnorta |
![]() |
Fullbúin skip: | Flauta · Freigáta · Galíon · Klippari · Línuskip |