16. öldin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aldir: 14. öldin - 15. öldin - 16. öldin - 17. öldin - 18. öldin
16. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1501 til enda ársins 1600.
[breyta] Helstu atburðir og aldarfar
- Spunarokkurinn, sem var fundinn upp löngu fyrr í Kína eða á Indlandi, olli byltingu í vefnaðariðnaði í Evrópu.
- Mótmælendatrú fór eins og eldur í sinu um Norður-Evrópu í kjölfar þess að Marteinn Lúther negldi 95 greinar um trúarlegar umbætur á kirkjudyrnar í Wittenberg 1517. Siðaskiptin áttu sér síðan stað í nokkrum löndum, meðal annars á Íslandi 1541-1550 í kjölfar siðaskipta Kristjáns III í Danmörku 1537.
- Ferdinand Magellan leiddi fyrstu hnattferðina 1519-1522 og Evrópubúar hófu tilraunir til skipulegs landnáms í Nýja heiminum.
- Spánverjar og Portúgalar lögðu Suður-Ameríku, Mið-Ameríku og Karíbahafið undir sig og Gullöld Spánar stóð yfir á valdatíma Karls V 1516-1556.
- Elísabetartímabilið hófst í Englandi þegar Elísabet I varð drottning 1558.
- Tyrkjaveldi náði hátindi sínum undir Súleiman mikla (d. 1566).
- Hollendingar gerðu uppreisn gegn Spáni 1568 og Áttatíu ára stríðið hófst.
- Gregoríska tímatalið var tekið upp í flestum kaþólskum löndum eftir páfabullu Gregoríusar XIII páfa 24. febrúar 1581.
[breyta] Ár 16. aldar
1501 1502 1503 1504 1505 1506 1507 1508 1509 1510
1511 1512 1513 1514 1515 1516 1517 1518 1519 1520
1521 1522 1523 1524 1525 1526 1527 1528 1529 1530
1531 1532 1533 1534 1535 1536 1537 1538 1539 1540
1541 1542 1543 1544 1545 1546 1547 1548 1549 1550
1551 1552 1553 1554 1555 1556 1557 1558 1559 1560
1561 1562 1563 1564 1565 1566 1567 1568 1569 1570
1571 1572 1573 1574 1575 1576 1577 1578 1579 1580