1. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2006 Allir dagar |
1. júlí er 182. dagur ársins (183. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 183 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1754 - Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu á Snæfellsjökul fyrstir manna svo vitað sé.
- 1845 - Fyrsti fundur endurreists Alþingis haldinn á sal hins nýja húss Lærða skólans í Reykjavík.
- 1875 - Alþingi tók til starfa sem löggjafarþing samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Jón Sigurðsson var forseti neðri deildar og sameinaðs þings, en Pétur Pétursson biskup var forseti efri deildar.
- 1881 - Alþingi kom saman í fyrsta sinn í Alþingishúsinu við Austurvöll. Hornsteinn hússins var lagður rúmu ári áður.
- 1886 - Landsbanki Íslands, fyrsti banki á Íslandi, hóf starfsemi sína við Bakarastíg í Reykjavík og var í byrjun opinn tvo daga í viku. Fljótlega fékk gatan nafnið Bankastræti.
- 1896 - Dagskrá, fyrsta dagblað á Íslandi, hóf göngu sína. Eigandi þess og ritstjóri var Einar Benediktsson.
- 1908 - Páll Einarsson tók til starfa sem fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík.
- 1928 - Líflátshegning var afnumin á Íslandi og hafði ekki verið beitt í nær heila öld.
- 1930 - Búnaðarbanki Íslands tók til starfa.
- 1931 - Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til Reykjavíkur með póst og tók hér fyrsta flugpóst til útlanda. Þetta var önnur koma loftskipsins til landsins.
- 1934 - Markarfljótsbrú var vígð og var þá lengsta brú landsins, 242 metrar á lengd.
- 1941 - Bandaríkin tóku upp stjórnmálasamband við Ísland fyrst allra ríkja. Með þessu viðurkenndu þau í raun sjálfstæði landsins 3 árum fyrir lýðveldisstofnunina.
- 1956 - Skálholtshátíð haldin til að minnast níu alda biskupsdóms á Íslandi.
- 1957 - Vilhjálmur Einarsson setti Íslandsmet í þrístökki, 7,46 metra, og stóð það í 27 ár.
- 1958 - Ný umferðarlög tóku gildi og hækkuðu hámarkshraða í þéttbýli úr 30 í 45 km/klst og utan þéttbýlis úr 60 í 70 km/klst. Um leið lækkaði bílprófsaldur úr 18 árum í 17 ár.
- 1961 - Ragnar Jónsson í Smára gaf Alþýðusambandi Íslands 120 listaverk, sem urðu stofninn að Listasafni ASÍ.
- 1979 - Tollur var felldur niður af reiðhjólum og jókst þá innflutningur þeirra til muna.
- 1986 - Guðrún Erlendsdóttir varð Hæstaréttardómari fyrst íslenskra kvenna.
- 1991 - Varsjárbandalagið var formlega leyst upp.
- 1992 - Aðskilnaður var gerður á milli dómsvalds og umboðsvalds sýslumanna á Íslandi.
- 2004 - Horst Köhler tók við embætti forseta Þýskalands af Johannesi Rau.
[breyta] Fædd
- 1646 - Gottfried Wilhelm von Leibniz, þýskur stærðfræðingur og heimspekingur (d. 1716).
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |