17. öldin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aldir: 15. öldin - 16. öldin - 17. öldin - 18. öldin - 19. öldin
17. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1601 til loka ársins 1700. Venjulega er sagnfræðilega tímabilið nýöld sagt hefjast um miðja 17. öld.
[breyta] Helstu atburðir og aldarfar
- Vísindabyltingin átti sér stað á tímabilinu og raunhyggja varð ráðandi í vísindum.
- Kaupauðgisstefnan var ríkjandi hugmyndafræði í viðskiptum. Verslun og iðnaður voru bundin sérréttindum sem fengust með leyfisbréfum.
- Einveldishugmyndir voru áberandi í konungsríkjum Evrópu. Lénsveldi og aðli hnignaði en ríkisvald styrktist.
- Þrjátíu ára stríðið átti sér stað í Evrópu frá 1618-1648.
- Blómaskeið sjóræningja var á seinni hluta aldarinnar, sérstaklega í Karíbahafi.
- Ottómanar ríktu yfir Miðjarðarhafi og vald Englendinga óx á Atlantshafinu, en nýlendustórveldin Spánn og Portúgal veiktust.
- Hreintrúarstefna (púritanismi) var áberandi á fyrri hluta aldarinnar, en heittrúarstefna (píetismi) á þeim síðari í löndum mótmælenda.
- Galdrafárið náði hámarki og lauk undir lok tímabilsins, en tímabilið frá 1654-1690 er oft kallað brennuöld í Íslandssögunni, þegar menn voru brenndir á báli fyrir kukl.
- Jedótímabilið, eða lénsveldi samúræja hefst í Japan árið 1603.
- Í Kína tók Mansjútímabilið við af Mingtímabilinu árið 1644.
[breyta] Ár 17. aldar
1601 1602 1603 1604 1605 1606 1607 1608 1609 1610
1611 1612 1613 1614 1615 1616 1617 1618 1619 1620
1621 1622 1623 1624 1625 1626 1627 1628 1629 1630
1631 1632 1633 1634 1635 1636 1637 1638 1639 1640
1641 1642 1643 1644 1645 1646 1647 1648 1649 1650
1651 1652 1653 1654 1655 1656 1657 1658 1659 1660
1661 1662 1663 1664 1665 1666 1667 1668 1669 1670
1671 1672 1673 1674 1675 1676 1677 1678 1679 1680