17. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2006 Allir dagar |
17. júlí er 198. dagur ársins (199. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 167 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1453 - Hundrað ára stríðinu lauk með sigri Frakka í orrustunni við Castillon.
- 1751 - Innréttingarnar, hlutafélag um eflingu iðnaðar á Íslandi, stofnaðar á Þingvöllum að frumkvæði Skúla Magnússonar landfógeta.
- 1930 - Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til Íslands og flaug yfir alla suðurströnd landsins. Það kom aftur ári síðar.
- 1932 - Á Skólavörðuholti í Reykjavík var afhjúpuð stytta af Leifi heppna Eiríkssyni. Styttan er gjöf Bandaríkjamanna til Íslendinga í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930.
- 1946 - Fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu var leikinn í Reykjavík og voru Danir andstæðingarnir. Leiknum lauk með sigri Dana, 3:0.
- 1969 - Bing Crosby leikari og söngvari kom til Íslands og dvaldist í nokkra daga við laxveiðar.
- 1980 - Saddam Hussein valinn forseti Íraks.
- 1989 - Langferðabíll með 27 farþega hrapaði niður í 40 metra djúpt gil er hann fór út af veginum á Möðrudalsöræfum. Farþegarnir voru norrænir jarðfræðingar og sluppu flestir þeirra lítt meiddir.
- 1991 - Arnór Guðjohnsen jafnaði afrek Ríkharðs Jónssonar með því að skora fjögur mörk í landsleik í knattspyrnu gegn Tyrkjum.
[breyta] Fædd
- 1948 - Ögmundur Jónasson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Angela Merkel, þýskur stjórnmálamaður og kanslari Þýskalands frá 2005.
[breyta] Dáin
- 1086 - Knútur helgi Danakonungur (f. um 1043).
- 1790 - Adam Smith, skoskur heimspekingur og hagfræðingur (f. 1723).
- 1944 - Guðmundur Finnbogason, íslenskur heimspekingur (f. 1873).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |