5. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2006 Allir dagar |
5. júlí er 186. dagur ársins (187. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 179 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1080 - Ísleifur Gissurarson, fyrsti íslenski biskupinn, lést í Skálholti. Hann hafði verið biskup frá 1056.
- 1846 - Helgi Thordersen dómkirkjuprestur var vígður biskup yfir Íslandi og gegndi embættinu í tuttugu ár.
- 1851 - Þjóðfundur sem fjallaði um frumvarp dönsku ríkisstjórnarinnar um réttarstöðu Íslands var settur í húsi Lærða skólans í Reykjavík og stóð hann til 9. ágúst.
- 1930 - Sólheimar í Grímsnesi tóku til starfa. Þar er fyrsta heimili fyrir þroskahefta á Íslandi. Sesselja H. Sigmundsdóttir var stofnandi þess og forstöðumaður til æviloka 1974.
- 1933 - Sveit 24 ítalskra flugvéla undir stjórn Balbo, flugmálaráðherra Ítalíu, hafði viðdvöl í Reykjavík á leið frá Róm til Chicago.
- 1983 - George H. W. Bush, varaforseti Bandaríkjanna og síðar forseti, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
- 1996 Í Roslin stofnuninni í Skotlandi fæddist gimbur sem hafði verið klónuð og því eingetin. Hlaut hún nafnið Dolly og lifði til 2003. Dolly var fyrsta klónaða spendýrið.
[breyta] Fædd
- 1911 Georges Pompidou, forseti Frakklands (d. 1974).
[breyta] Dáin
- 1080 - Ísleifur Gissurarson, biskup.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |