27. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | |||||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La | |||
1 | 2 | 3 | |||||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | |||
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | |||
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | |||
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |||
2007 Allir dagar |
27. mars er 86. dagur ársins (87. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 279 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1625 - Karl I krýndur konungur Englands og Skotlands.
- 1884 - Fyrsta langlínusímtal sögunnar átti sér stað þegar hringt var á milli New York og Boston.
- 1943 - Breski togarinn War Grey var staðinn að ólöglegum veiðum við Stafnes. Togarinn sigldi af stað áleiðis til Englands með stýrimann varðskipsins Sæbjargar um borð og stöðvaði ekki fyrr en varðskipið Ægir hafði skotið að honum 30 skotum.
- 1945 - Þjóðverjar skutu síðustu V-2 flugskeytum sínum á England og Belgíu.
- 1958 - Nikíta Krústsjev var formlega gerður að forseta Sovétríkjanna.
- 1963 - Mikill jarðskjálfti, um 7 stig átti upptök norður af mynni Skagafjarðar. Skjálftinn fannst víða og flúðu sumir hús sín.
- 1968 - Júrí Gagarín, fyrsti maðurinn til að fara út í geim, fórst í flugslysi.
- 1981 - Mikil bílasýning, Auto '81, var haldin í Reykjavík. Þar voru meðal annars sýndir Rolls Royce og Lamborghini bílar.
- 1990 - Bandarísk stjórnvöld hófu sjónvarpsútsendingar í áróðursskyni til Kúbu. Sjónvarpsstöðin heitir TV Martí.
[breyta] Fædd
- 1845 - Wilhelm Conrad Röntgen, þýskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1923).
- 1938 - Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins
- 1943 - Michael York, leikari
- 1963 - Quentin Tarentino, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi
- 1965 - Gunnar Oddsson, knattspyrnuþjálfari
- 1969 - Keith Flint, söngvari (The Prodigy)
- 1970 - Mariah Carey, söngkona
- 1975 - Stacy „Fergie“ Ferguson, bandarísk söngkona (Black Eyed Peas)
[breyta] Dáin
- 1968 - Júrí Gagarín, geimfari (f. 1934)
- 2002 - Dudley Moore, leikari (f. 1935)
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |