16. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | |||||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La | |||
1 | 2 | 3 | |||||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | |||
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | |||
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | |||
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |||
2007 Allir dagar |
16. mars er 75. dagur ársins (76. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 290 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 597 f.Kr. - Babýloníumenn hertóku Jerúsalem.
- 1521 - Ferdinand Magellan kom til Filippseyja.
- 1657 - Miklir jarðskjálftar riðu yfir Suðurland og féllu hús víða, en mest í Fljótshlíð.
- 1792 - Gústav 3. Svíakonungur var særður til ólífis á grímuballi í óperunni. Hann dó þann 29. mars.
- 1813 - Prússar lýsa yfir stríði á hendur Napóleoni keisara Frakka.
- 1867 - Joseph Lister birtir grein í The Lancet, þar sem í fyrsta sinn er lýst skurðaðgerðum við dauðhreinsaðar aðstæður.
- 1935 - Adolf Hitler fyrirskipaði vígvæðingu þýska ríkisins í trássi við Versalasáttmálann.
- 1942 - Fyrsta V2 flugskeyti skotið í tilraunaskyni í Þýskalandi. Það sprakk í flugtaki.
- 1968 - Fjöldamorðin í My Lai í Víetnam. Bandarískir hermenn drápu hvert mannsbarn í heilu þorpi þrátt fyrir að þar væru engir karlmenn á herskyldualdri.
- 1978 - Rauðu herdeildirnar rændu Aldo Moro í Róm. Hann fannst síðar myrtur í farangursgeymslu fólksbifreiðar.
- 1980 - Fjórða hrina Kröfluelda hófst. Þetta gos var kallað skrautgos, það stóð stutt en þótti fallegt.
- 1983 - Reykjavíkurborg keypti Viðey af ríkinu.
- 1988 - Gasárás gerð á íraska bæinn Halabja, þar sem aðallega bjuggu Kúrdar. Allir bæjarbúar fórust, yfir 5000 talsins.
- 2003 - Stærstu samræmdu fjöldamótmæli á alheimsvísu, gegn stríði í Írak.
- 2880 - Hugsanlegt er talið að loftsteinninn 1950DA muni rekast á jörðina og valda gjöreyðingu. Reiknaðar líkur eru 1/300.
Fædd
- 1751 - James Madison, 4. forseti Bandaríkjanna (dáinn 1836)
- 1789 - Georg Simon Ohm, þýskur eðlisfræðingur (dáinn 1854)
- 1868 - Maxim Gorkíj, rússneskur rithöfundur (dáinn 1936)
- 1911 - Josef Mengele, þýskur læknir, vísindamaður og stríðsglæpamaður (dáinn 1979)
- 1926 - Jerry Lewis, leikari
- 1941 - Bernardo Bertolucci, kvikmyndaleikstjóri
- 1959 - Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs
- 1970 - Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður
Dáin
- 37 - Tíberíus keisari, dó 79 ára gamall. Síðustu árin dvaldi hann á eyjunni Kaprí.
- 455 - Valentinian III, rómverskur keisari (f. 419)
- 1237 - Guðmundur Arason góði, biskup á Hólum, sem Íslendingar töldu dýrling í lifanda lífi. Páfastóll hefur aldrei viðurkennt hann sem dýrling.
- 1940 - Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri, bæjarfulltrúi og kvenréttindafrömuður (f. 1856).
- 1940 - Selma Lagerlöf, (f. 1858).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |