Bandarísku Jómfrúreyjar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|||||
Kjörorð: United in Pride and Hope | |||||
Þjóðsöngur: Jómfrúreyjamarsinn | |||||
![]() |
|||||
Höfuðborg | Charlotte Amalie | ||||
Opinbert tungumál | Enska | ||||
Stjórnarfar
ríkisstjóri
landstjóri |
Lýðveldi George W. Bush Charles Wesley Turnbull |
||||
Bandarískt yfirráðasvæði keyptar af Danmörku |
17. janúar 1917 | ||||
Flatarmál |
n/a. sæti 352 km² 1 |
||||
Mannfjöldi • Samtals (2003) • Þéttleiki byggðar |
n/a. sæti 108.708 354/km² |
||||
VLF (KMJ) • Samtals • á mann |
áætl. 2005 2.5 millj. dala (*. sæti) 17.200 dalir (*. sæti) |
||||
Gjaldmiðill | Bandaríkjadalur (USD) | ||||
Tímabelti | UTC-4 | ||||
Þjóðarlén | .vi | ||||
Alþjóðlegur símakóði | 1-340 |
Bandarísku Jómfrúreyjar (eða Bandarísku Jómfrúaeyjar eða Bandarísku Meyjaeyjar) eru eyjaklasi austan við Púertó Ríkó sem tilheyra Bandaríkjunum. Þær eru hluti Hléborðseyja, sem eru nyrðri hluti Litlu-Antillaeyja. Stærstu eyjarnar eru fjórar; St. Thomas, St. John, St. Croix og Water Island. Auk þeirra eru margar smærri eyjar.
[breyta] Saga
Danska Vestur-Indíafélagið settist að á St. Thomas árið 1672, á St. John árið 1694 og keypti svo St. Croix af Frökkum 1733. Árið 1754 urðu Dönsku Vestur-Indíur dönsk krúnunýlenda. Höfuðborgin Charlotte Amalie á St. Thomas fékk nafn sitt 1692 eftir Charlotte Amalie af Hessel-Kassel drottningu Danmerkur, eiginkonu Kristjáns V Dana- og Noregskonungs frá 1670 til 1699.
Eyjarnar voru dönsk nýlenda (Dönsku Vestur-Indíur) frá 1754, en í fyrri heimsstyrjöldinni ákváðu Danir að verða við kauptilboði Bandaríkjanna og seldu eyjarnar fyrir 25 milljónir Bandaríkjadala. Dönsk stjórnvöld óttuðust að Bandaríkin tækju eyjarnar með valdi ef svo færi að Danmörk yrði hertekin af Þjóðverjum í stríðinu.
[breyta] Stjórnmál
Bandarísku Jómfrúareyjar kjósa einn þingmann í fulltrúadeild bandaríska þingsins sem hefur ekki atkvæðisrétt á þinginu. Íbúar eyjanna hafa heldur ekki kosningarétt til forseta Bandaríkjanna.
Fylki | Alabama | Alaska | Arizona | Arkansas | Colorado | Connecticut | Delaware | Flórída | Georgía | Hawaii | Idaho | Illinois | Indiana | Iowa | Kalifornía | Kansas | Kentucky | Louisiana | Maine | Maryland | Massachusetts | Michigan | Minnesota | Mississippi | Missouri | Montana | Nebraska | Nevada | New Hampshire | New Jersey | New Mexico | New York | Norður-Karólína | Norður-Dakóta | Ohio | Oklahoma | Oregon | Pennsylvanía | Rhode Island | Suður-Karólína | Suður-Dakóta | Tennessee | Texas | Utah | Vermont | Vestur-Virginía | Virginía | Washington | Wisconsin | Wyoming |
Alríkissvæði | District of Columbia |
Hjálendur | Bandaríska Samóa | Bakereyja | Gvam | Howlandeyja | Jarviseyja | Johnstoneyja | Kingmanrif | Midwayeyja | Navassaeyja | Norður-Maríanaeyjar | Palmyraeyja | Púertó Ríkó | Bandarísku Jómfrúreyjar | Varsímaeyja |
Lönd í Norður-Ameríku |
---|
Antígva og Barbúda | Bahamaeyjar | Bandaríkin | Barbados | Belís | Dóminíka | Dóminíska lýðveldið | El Salvador | Grenada | Gvatemala | Haítí | Hondúras | Jamaíka | Kanada | Kosta Ríka | Kúba | Mexíkó | Níkaragva | Panama (að hluta) | Sankti Kristófer og Nevis | Sankti Lúsía | Sankti Vinsent og Grenadíneyjar | Trínidad og Tóbagó (að hluta) |
Undir yfirráðum annarra ríkja: Bandarísku Jómfrúreyjar | Angvilla | Arúba | Bermúda | Bresku Jómfrúreyjar | Caymaneyjar | Grænland | Guadeloupe | Hollensku Antillaeyjar | Martinique | Montserrat | Navassaeyja | Púertó Ríkó | Saint-Pierre og Miquelon | Turks- og Caicoseyjar |