Kalifornía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kalifornía (enska: California) er fylki á vesturströnd Bandaríkjanna.
Kalifornía liggur að Oregon í norðri, Nevada og Arizona í austri, Mexíkó í suðri og Kyrrahafinu í vestri. Kalifornía er 410.000 ferkílómetrar að stærð og er þriðja stærsta fylki Bandaríkjanna. Fylkinu er síðan skipt upp í 58 sýslur. Þær eru Alameda, Alpine, Amador, Butte, Calaveras, Colusa, Contra Costa, Del Norte, El Dorado, Fresno, Glenn, Humboldt, Imperial, Inyo, Kern, Kings, Lake, Lassen, Los Angeles, Madera, Marin, Mariposa, Mendocino, Merced, Modoc, Mono, Montery, Napa, Nevada (county), Orange, Placer, Plumas, Riverside, Sacramento, San Benito, San Bernardino, San Diego, San Francisco, San Joaquin, San Luis Obispo, San Mateo, Santa Barbara, Santa Clara, Santa Cruz, Shasta, Sierra, Siskiyou, Solano, Sonoma, Stanislaus, Sutter, Tehama, Trinity, Tulare, Tuolumne, Ventura, Yolo, Yuba.
Kalifornía er fjölmennasta fylki Bandaríkjanna, með um 33,8 milljónir íbúa. Samkvæmt U.S. Census Bureau 2000 þá er hlutfall kynþátta í ríkinu sem hér segir.
- Hvítir - 59,5%
- Svertingjar - 6,7%
- Frumbyggjar (Indjánar) - 1%
- Asíufólk - 10,9%
- Hawaiian og aðrar eyjaþjóðir - 0.3%
- Aðrir - 16.8%
- Blanda af tveimur kynþáttum - 4,7%
Auk þess má geta að 32,4% flokka sig sem latinos eða upprunna frá Mið- og Suður-Ameríku.
Höfuðborg fylkisins heitir Sacramento en Los Angeles er stærsta borg fylkisins. Meðal annarra þekktra borga í Kaliforníu eru San Francisco, Oakland, San Jose og San Diego.
[breyta] Iðnaður
Árið 2005 var Kalifornía talið 5. stærsta hagkerfi í veröldinni og ábyrgt fyrir allt að 13% af heildar framleiðslu Bandaríkjanna. Aðaliðnaður Kaliforníu er landbúnaður og hefur fylkið verið kallað brauðkarfa Bandaríkjanna. Á hæla þess kemur kemur hátækni, bæði flug og geimiðnaður auk þess sem fylkið er þekkt fyrir tölvutækni og Silicon Valley sem er staðsettur í San Jose er talin ein helsta miðstöð tölvuvæðingarinnar, bæði hugbúnaðarframleiðslu og einnig framleiðslu á tölvum og íhlutum. Í Kaliforníu er afþreyingariðnaður einnig mjög mikilvægur, bæði framleiðsla kvikmynda og tölvuleikja en þó fyrst og fremst framleiðsla sjónvarpsefnis.
Fylki | Alabama | Alaska | Arizona | Arkansas | Colorado | Connecticut | Delaware | Flórída | Georgía | Hawaii | Idaho | Illinois | Indiana | Iowa | Kalifornía | Kansas | Kentucky | Louisiana | Maine | Maryland | Massachusetts | Michigan | Minnesota | Mississippi | Missouri | Montana | Nebraska | Nevada | New Hampshire | New Jersey | New Mexico | New York | Norður-Karólína | Norður-Dakóta | Ohio | Oklahoma | Oregon | Pennsylvanía | Rhode Island | Suður-Karólína | Suður-Dakóta | Tennessee | Texas | Utah | Vermont | Vestur-Virginía | Virginía | Washington | Wisconsin | Wyoming |
Alríkissvæði | District of Columbia |
Hjálendur | Bandaríska Samóa | Bakereyja | Gvam | Howlandeyja | Jarviseyja | Johnstoneyja | Kingmanrif | Midwayeyja | Navassaeyja | Norður-Maríanaeyjar | Palmyraeyja | Púertó Ríkó | Bandarísku Jómfrúreyjar | Varsímaeyja |