J. R. R. Tolkien
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Ronald Reuel Tolkien (3. janúar 1892 – 2. september 1973) var breskur rithöfundur og fræðimaður þekktastur fyrir skáldsögurnar sínar The Lord of the Rings og The Hobbit, eða Hringadróttinssögu og Hobbitann, eins og þær nefnast á íslensku. Fræðimennska hans sneri fyrst og fremst að fornensku og enskum bókmenntum. Á árunum 1920-1925 var hann dósent (e. reader) og síðar prófessor í ensku við háskólann í Leeds, en 1925 flutti hann sig um set og gerðist prófessor í fornensku (engilsaxnesku) við háskólann í Oxford og gengdi þeirri stöðu til 1945, en þá gerðist hann prófessor í ensku og enskum bókmenntum við sama háskóla. Því embætti gengdi hann til ársins 1959.