Nýja-Kaledónía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nýja-Kaledónía (franska: Nouvelle-Calédonie, einnig kallað Kanaky og Le Caillou) er eyjaklasi í Suðvestur-Kyrrahafi, um 1.200 km austan við Ástralíu og 1.500 km norðaustan við Nýja-Sjáland. Eyjarnar eru undir yfirráðum Frakklands. Stærsta eyjan er Grande Terre, en að auki tilheyra umdæminu margar smærri eyjar og rif. Samtals er stærð þeirra 18.575 km². Íbúar eru 230.789 og þar af búa um 91.000 í höfuðborginni Nouméa. Þjóðarlén umdæmisins er .nc.
Ástralía : Ástralía · Norfolkeyja · Jólaeyja · Kókoseyjar
Melanesía : Austur-Tímor · Fídjieyjar · Mólúkkaeyjar & Vestur-Nýja-Gínea (hluti Indónesíu) · Nýja-Kaledónía · Papúa Nýja-Gínea · Salómonseyjar · Vanúatú
Míkrónesía : Gvam · Kíribatí · Marshalleyjar · Norður-Maríanaeyjar · Sambandsríki Míkrónesíu · Nárú · Palá
Pólýnesía : Bandaríska Samóa · Cookseyjar · Franska Pólýnesía · Hawaii · Nýja-Sjáland · Níve · Pitcairn · Samóa · Tókelá · Tonga · Túvalú · Wallis- og Fútúnaeyjar