Refir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Refur |
|||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||
|
|||||||||||||
|
Refir eru lítil og meðalstór rándýr af hundaætt (Canidae). Til eru um 27 tegundir refa. Refir lifa í flestum heimsálfum en algengastir þeirra eru rauðrefir (Vulpes vulpes). Refir eru þekktir úr þjóðsögum margra þjóða um allan heim.
Nöfn á refum eru ólík nöfnum flestra annarra hunddýra. Karldýrin eru oftast nefnd steggur eða högni en einnig kemur fyrir að þeir séu nefndir refur. Kvendýrin eru nefnd læða eða bleiða en einnig kemur fyrir að þær séu nefndar tófur. Afkvæmi refa kallast yrðlingar.
Efnisyfirlit |
[breyta] Almenn einkenni
Flestir refir lifa í 2 til 3 ár en geta lifað í allt að 10 ár og jafnvel lengur í dýragörðum. Flestar tegundir refa eru á stærð við holdugan heimiliskött og eru því töluvert minni en aðrar tegundir innan hundaættar, svo sem úlfar, sjakalar, og hundar.
Refir hafa venjulega hvasst trýni og þykkloðna rófu. Flest önnur einkenni eru breytileg eftir heimkynum refa. Eyðimerkurrefir hafa til að mynda stór eyru og stuttan feld en heimskautarefir hafa lítil eyru og þykkan og hlýjan feld.
Refir eru venjulega ekki hópdýr, ólíkt flestum öðrum tegundum innan hundaættar. Þeir eru venjulega einfarar og tækifærissinnar þegar kemur að æti. Þeir veiða oftast lifandi bráð en éta einnig hræ, ávexti og ber.
Refir eru oftast mannafælur og eru sjaldnast góð gæludýr, endaþótt tekist hafi að temja silfurrefi í Rússlandi eftir 45 ára langa ræktun þeirra. Eigi að síður eru refir ekki sjaldséðir nálægt mannabyggðum og virðast þeir aðlagast vel návist mannsins.
[breyta] Flokkun
Til refa teljast eftirfarandi ættkvíslir:
- Vulpes
- Rauðrefur, Vulpes vulpes
- Vulpes velox
- Vulpes macrotis
- Vulpes corsac
- Vulpes chama
- Vulpes pallida
- Bengalrefur, Vulpes bengalensis
- Tíbetskur refur, Vulpes ferrilata
- Blanfords-refur, Vulpes cana
- Rueppels-refur, Vulpes rueppelli
- Vulpes corsac
- Eyðimerkurrefur, Vulpes zerda (áður Fennecus zerda)
- Alopex (stundum talinn til „raunverulegra“ refa í ættkvíslinni vulpes)
- Heimskautarefur, Alopex lagopus
- Otocyon
- Otocyon megalotis
- Urocyon
- Grárefur, Urocyon cinereoargenteus
- Eyjarefur, Urocyon littoralis
[breyta] Tengt efni
- Refaveiðar
[breyta] Tenglar
- Vísindavefurinn: „Hvað verða refir gamlir?“
- Vísindavefurinn: „Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?“
- Vísindavefurinn: „Geta hundar og refir eignast saman afkvæmi?“
- Vísindavefurinn: „Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?“
- Vísindavefurinn: „Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?“
- Vísindavefurinn: „Hvernig erfist litur á feldi tófunnar?“
- Vísindavefurinn: „Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum?“