Bagdad
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bagdad eða Bagdað (arabíska: بغداد, úr persnesku: بغداد , „gjöf englanna“) er höfuðborg Íraks og Bagdadsýslu. Hún er önnur stærsta borgin í Suðvestur-Asíu á eftir Teheran og önnur stærsta borg Arabaheimsins á eftir Kaíró. Íbúafjöldi árið 2003 var áætlaður um 5.772.000. Hún stendur við ána Tígris og var eitt sinn miðstöð hins íslamska menningarheims.