Forritunarmálið C
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forritunarmálið C eða bara C er forritunarmál sem var þróað af Ken Thompson og Dennis Ritchie á áttunda áratugnum til notkunar á UNIX stýrikerfinu. Í dag er það notað á nær öllum stýrikerfum í heimi og var vinsælasta forritunarmálið til kerfisforritunar, einnig hafa verið gerðir þýðendur fyrir hina ýmsu örgjörva. C++, sem er útvíkkuð útgáfa af C og styður hlutbundna forritun, hefur nú tekið við af C á flestum sviðum.
C fylgir engum einum staðli, en nokkrir staðlar eru til sem að menn geta kosið að fylgja, ef þeir kjósa svo. Vinsælustu staðlarnir eru fyrst K&R sem eins og nafnið gefur til kynna var það sem Ken og Dennis notuðu í byrjun, seinna voru fleiri staðlar búnir til, t.d. ANSI C ISO C (ISO 9899:1989) og C99 (ISO 9899:1999). Á Íslandi er í gildi Íslenskur staðall ÍST ISO 9899:1992 um forritunarmálið C, en sá staðall er mjög lítið viðurkenndur meðal forritara.
C er mjög nálægt vélbúnaðinum, sem þýðir að C kóði hefur mjög litla falda virkni, og flestar skipanir þýðast beint yfir í smalamál með litlum breytingum. Einnig hefur C nánast ótakmarkaðann aðgang að minni tölvunnar. Þetta gerir C að öflugu forritunarmáli en jafnframt erfitt í viðhaldi og villuleit.
[breyta] halló, heimur í C
main() { printf("halló, heimur\n"); }
Þó forritið fyrir ofan keyri rétt býr það til margar viðvaranir þegar það er þýtt sem ANSI C forrit, hægt er að koma í veg fyrir þær með að breyta því örlítið:
#include <stdio.h> int main(void) { printf("halló, heimur\n"); return 0; }