Wikipedia:Grein mánaðarins/2007
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Janúar
Stóra bomba er heiti á atburði sem átti sér stað árið 1930 og varðaði aðallega Jónas Jónsson frá Hriflu og Helga Tómasson, yfirlækni á Kleppi.
Jónas var dómsmálaráðherra á þessum tíma og hafði bakað sér töluverðar óvinsældir meðal lækna. Hápunkti þessara óvinsælda var án efa náð þegar Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, lýsti því yfir að hann teldi Jónas bera merki um geðveiki og ætti hann því að láta af embætti dómsmálaráðherra tafarlaust. Oft er þetta mál kallað geðveikismálið en Jónas nefndi þennan atburð stóru bombuna og hefur það nafn fest við það.
- Febrúar
Saharaverslunin milli Miðjarðarhafslandanna og Vestur-Afríku var mikilvæg verslunarleið frá 8. öld fram á þá 16. Verslunin byggðist á úlfaldalestum þar sem notaðir voru drómedarar. Dýrin voru fituð í nokkra mánuði á Magrebsvæðinu eða Sahelsvæðinu áður en lestin var mynduð. Samkvæmt landkönnuðinum Ibn Battuta, sem ferðaðist með úlfaldalest á 14. öld var meðalstærð slíkra lesta um þúsund dýr, en sumar náðu upp í 12.000 dýr. Fyrir úlfaldalestunum fóru vel launaðir leiðsögumenn af þjóð Berba sem þekktu eyðimörkina vel og gátu tryggt öryggi lestarinnar fyrir öðrum hirðingjum.
- Mars
Mýraeldar voru sinueldar sem komu upp að morgni 30. mars og stóðu til aðfararnætur 2. apríl árið 2006 í Hraunhreppi í Borgarbyggð. Þeir fóru um 75 km² landsvæði en alls brunnu um 67 km² lands þegar frá eru dregnar tjarnir og innilokuð svæði sem brunnu ekki. Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá vindlingi við þjóðveg 54 á móts við Bretavatn. Sinueldurinn barst mjög hratt, um 18 kílómetra á fyrstu sex klukkustundunum. Brennda svæðið var allt á milli þjóðvegar 54, 540 og 537, að undanskilinni einni tungu sem náði suður fyrir veg 537. Þegar mest var var eldveggurinn allt að tveggja metra hár og fór með tuga metra hraða á mínútu.
- Apríl
Grikkland hið forna vísar til hins grískumælandi heims í fornöld. Það vísar ekki eingöngu til þess landsvæðis sem Grikkland nær yfir í dag, heldur einnig landsvæða þar sem grískumælandi fólk bjó í fornöld: Kýpur og Eyjahafseyja, Jóníu í Litlu Asíu (í dag hluti Tyrklands), Sikileyjar og Suður-Ítalíu (nefnt Stóra Grikkland eða Magna Graecia í fornöld) og til ýmissa grískra nýlendna t.d. í Kolkis (við botn Svartahafs), Illyríu (á Balkanskaga við strönd Adríahafs), í Þrakíu, Egyptalandi, Kýrenæku (í dag Líbýa), suðurhluta Gallíu (í dag Suður-Frakkland), á austur og norðaustur Íberíuskaga, í Íberíu (í dag Georgíu) og Táris (í dag Krímskaga).
- Maí
Wikipedia:Grein mánaðarins/maí, 2007
skoða - spjall - saga
- Júní
Wikipedia:Grein mánaðarins/júní, 2007
skoða - spjall - saga
- Júlí
Malaví er landlukt land í suð-austurhluta Afríku sem liggur á milli Mósambík, Sambíu og Tansaníu. Helsta einkenni Malaví er Malaví-vatn sem þekur tæplega 1/5 hluta landsins, en samtals er flatarmál Malaví 120 þús. ferkílómetrar.
Malaví er eitt af þéttbýlustu löndum í Afríku og búa þar alls 11 milljónir manna. Fólkið lifir helst á landbúnaði og fiskveiðum í Malaví-vatni. Mikil fátækt ríkir í landinu en ríkari lönd keppast við að hjálpa Malavíbúum með því að kenna þeim arðbærari vinnubrögð í landbúnaði og fiskveiðum, ásamt fullorðinsfræðslu.
Þjóðhátíðardagur lýðveldisins er 6. júlí.
- Ágúst
Wikipedia:Grein mánaðarins/ágúst, 2007
skoða - spjall - saga
- September
Wikipedia:Grein mánaðarins/september, 2007
skoða - spjall - saga
- Október
Wikipedia:Grein mánaðarins/október, 2007
skoða - spjall - saga
- Nóvember
Wikipedia:Grein mánaðarins/nóvember, 2007
skoða - spjall - saga
- Desember
Wikipedia:Grein mánaðarins/desember, 2007
skoða - spjall - saga