Kopar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nikkel | Kopar | Sink | ||||||||||||||||||||||
Silfur | ||||||||||||||||||||||||
|
Kopar (einnig eir) er frumefni með efnatáknið Cu og er númer 29 í lotukerfinu.
[breyta] Almennir eiginleikar
Kopar er rauðleitur málmur með mikla raf- og hitaleiðni (á meðal hreinna málma, við stofuhitastig, hefur einungis silfur hærri rafleiðni). Kopar má vel vera elsti málmur í notkun í dag. Fundist hafa tilbúnir hlutir úr kopar sem að eru taldir eru frá um 8700 f.Kr. Auk þess að finnast í margvíslegu málmgrýti, finnst kopar sum staðar í hreinu formi.
Á tímum grikkja, var málmurinn þekktur undir nafninu chalkos. Á tíma rómverja var það hann svo þekktur sem aes Cyprium (aes er almennt latneskt orð yfir koparmálmblöndur eins og brons og aðra málma, og því að svo mikið af því var unnið úr námum í Kýpur). Úr þessu var orðtakið einfaldað yfir í cuprum og þaðan, með breytingum, yfir í íslenska orðið kopar.
[breyta] Notkun
Kopar er þjáll og sveigjanlegur og er notaður mikið í vörur eins og:
- Koparvír.
- Pípulagnir úr kopar.
- Hurðahúna og aðra húsmuni.
- Styttur: Frelsisstyttan inniheldur, til dæmis, 81.3 tonn af kopar.
- Rafsegulstál.
- Hreyfla, þá sérstaklega rafmagnshreyfla.
- Gufuvélar.
- rafliða, safnteina, og rofa.
- Rafeindalampi, bakskautslampa, og örbylgjuvaka í örbylgjuofnum.
- Bylgjuleiðara fyrir örbylgjur.
- Það hefur aukist útskipting á áli fyrir kopar í samrásum sökum betri leiðni kopars.
- Mynt. Íslenska 50- og 100-krónu myntin er 70% kopar.
- Í eldunarvörum eins og steikarpönnum.
- Flestur borðbúnaður (hnífar, gafflar, skeiðar) innihalda kopar (nikkelsilfur).
- Sterlingssilfur, ef það á að notast í borðbúnaði, verður að innihalda nokkur prósent af kopar.
- Sem hluti af leirgljáa og til að lita gler.
- Hljóðfæri, þá sérstaklega látúnshljóðfæri.