Sjö undur veraldar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjö undur veraldar er listi yfir sjö merk mannvirki við Miðjarðarhafið í fornöld. Elsta útgáfan af listanum er frá 2. öld f. Kr. gerður af Antípatrosi frá Sídon.
[breyta] Sjö undur veraldar
- Píramídinn mikli í Giza
- Hengigarðarnir í Babýlon
- Seifsstyttan í Ólympíu
- Artemismusterið í Efesos
- Grafhýsið í Halikarnassos
- Risinn á Ródos
- Vitinn í Faros við Alexandríu