Vigur (stærðfræði)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vigur (eða vektor) er stærðfræðilegt hugtak sem hefur stærð og stefnu. Vigur er oft táknaður sem færsla á milli tveggja punkta, þá gjarnan í hnitakerfi eða á talnalínu. Færsla eftir talnalínu frá punkti x1 til x2 er d = x1 - x2, þ.e. mismunurinn milli punktanna tveggja. Færsla í hnitakerfi er samskonar, nema eftir fleiri svigrúmsvíddum, eða ásum eins og þær eru betur þekktar. Dæmi um tilfærslu í tvívíðu hnitakerfi er:
dx og dy eru skilgreind sem hnit vigursins. Vigurinn getur verið hvar sem er í hnitakerfinu, svo lengi sem hann er ekki staðarvigur, og svo lengi sem hann hefur hallatölu: .
Vigurinn , frá
til
er hægt að rita:
- dx = x2 - x1 og dy = y2 - y1.
A kallast upphafspunktur vigursins en B endapunktur.
Efnisyfirlit |
[breyta] Skilgreiningar
Vigur í
er röðuð n-nd x = (x1,x2,...,xn) af rauntölum. Vigurinn hefur n víddir. Vigrar eru gjarnan skrifaðar yfirstrikaðar, undirstrikaðar eða feitletraðar til þess að aðgreina þær ótvírætt frá öðrum breytistærðum. Aðgát skal höfð þegar yfirstrikun er notuð, því að hún er einnig notuð til þess að tákna tvinntölur. Hér verða rithættirnir þrír notaðir á mis til þess að leggja áherslu á að þær eru jafn mikið notaðar í raunveruleikanum.
[breyta] Núllvigur
Vigur sem hefur öll stök núll, t.d. eða
kallast núllvigur, og er ritaður
eða
. Núllvigur hefur enga stefnu og stærðina núll því
(sjá Pýþagórasarregluna) og er samkvæmt skilgreiningu samlagningarhlutleysa.
[breyta] Stærð vigra
Stærð, einnig nefnd lengd vigra er fundin með Pýþagórasarreglunni þannig að fyrir fyrir tvívíða vigurinn
er lengdin
Vigur með stærðina 1 nefnist einingavigur. Einingavigur má gera úr hvaða vigri sem er með því að deila honum með stærð sinni.
[breyta] Samlagning vigra
Summa vigra fæst með því að leggja saman x-hnit og y-hnit vigrana. Samlagninguna er hægt að tákna myndrænt (sbr. rauður vigur á mynd til hægri) með því að gera vigur AC, og er því AB + BC = AC ( þar sem; a = AB, b = BC og a + b = AC ).
Frádráttur vigra virkar á sama hátt:
[breyta] Innfeldi vigra
Innfeldi er rauntala sem rituð er með punkti og þess vegna stundum kallað depilmargfeldi. Innfeldi tveggja vigra og
, er reiknað:
[breyta] Margfeldi vigurs með tölu
Margföldun við rauntölu lengir eða styttir vigurinn. Tölur á bilinu lengja vigurinn, talan 1 er margföldunarhlutleysa, tölur á bilinu [0,1] stytta vigurinn og margfeldi við töluna 0 gerir vigurinn að núllvigri. Neikvæðar tölur hafa sömu áhrif, nema láta vigurinn ennfremur breyta um formerki, og þar með um stefnu.
[breyta] Reiknireglur
Látum x, y og z vera vigra í . Látum a og b vera rauntölur. Reiknireglur vigra eru þá:
- x + y = y + x (víxlregla)
- (x + y) + z = x + (y + z) (tengiregla)
- x + ( − x) = 0 (samlagningarandhverfa)
- 0 + x = x (núllvigurinn er samlagningarhlutleysa)
- r(x + y) = rx + ry (dreifiregla)
- r(sx) = rs(x) (tengiregla)
(víxlregla)
(dreifiregla)
(tengiregla)
[breyta] Bundnir eða frjálsir vigrar
Vigrar eru almennt bundnir eða frjálsir. Frjáls vigur er óháður upphafspunkti sínum og breytist ekki við færslu. Bundin vigur er aftur skorðaður við upphafspunkt eða línu og er talað um punktbundin eða línubundin vigur.
Greinar í stærðfræði tengdar línulegri algebru |
Vigur | Lína | Fylki | Plan | Háplan | Vigurrúm | Innfeldisrúm | Línuleg spönn | Línuleg vörpun | Línuleg jöfnuhneppi | Línulegt óhæði | Línuleg samantekt | Línulegur grunnur | Dálkarúm | Raðarúm | Þverlægni | Eigingildi | Eiginvigur | Eiginrúm | Kennimargliða | Útfeldi | Krossfeldi | Innfeldi | Ákveður | Bylta | Fylkjaliðun (LU-þáttun, QR-þáttun) | Hornalínugeranleiki | Hjáþættir | Gauß-eyðing | Gauß-Jordan eyðing | Gram-Schmidt reikniritið | Regla Cramers | Rófsetningin |