18. desember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2006 Allir dagar |
18. desember er 352. dagur ársins (353. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 13 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Hurðaskellir til byggða þennan dag.
- 1682 - Guðríður Símonardóttir, ekkja Hallgríms Péturssonar prests og sálmaskálds, löngum kölluð Tyrkja-Gudda, lést 84 ára gömul. Hún var í hópi þeirra sem rænt var frá Vestmannaeyjum 1627.
- 1836 - Bærinn á Norðureyri við Súgandafjörð brotnaði í spón og fórust 6 manns í snjóflóði. Talið er að þessi bær hafi orðið fyrir fleiri snjóflóðum en nokkur annar á Íslandi.
- 1897 - Leikfélag Reykjavíkur sýndi sína fyrstu leiksýningu en það var stofnað fyrr þetta ár.
- 1939 - Í bifreiðaskála Steindórs í Reykjavík fór fram fyrsti flutningur óratoríu á Íslandi og var það Sköpunin eftir Haydn.
- 1973 - Stjörnubíó brann er eldur kom upp skömmu eftir að sýningu lauk. Bíóið brann á tveimur klukkustundum.
- 1979 - Tvö flugslys urðu með 4 klukkustunda millibili á Mosfellsheiði. Fyrst fórst einkaflugvél og svo björgunarþyrla og lentu þannig nokkrir í tveimur flugslysum sama daginn.
- 1982 - Í Ríkisútvarpinu voru lesnar auglýsingar samfellt í sjö klukkustundir og var það met.
- 1982 - Kvikmyndin Með allt á hreinu eftir Stuðmenn í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar var frumsýnd.
- 1998 - Gos hófst í Grímsvötunum og var það í fyrsta skipti sem vísindamenn gátu fylgst með eldgosi undir stórum jökli.
- 2005 - Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels var fluttur á sjúkrahús eftir heilablóðfall.
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
- 1682 - Guðríður Símonardóttir (Tyrkja-Gudda), prestfrú (f. um 1598).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |