31. desember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2006 Allir dagar |
31. desember, eða gamlársdagur, er 365. dagur ársins (366. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu og jafnframt sá síðasti.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 1600 - Breska Austur-Indíafélagið fékk konunglegt leyfisbréf.
- 1791 - Skólapiltar í Hólavallaskóla héldu fyrstu áramótabrennu sem vitað er um með vissu á Íslandi.
- 1829 - Jónas Hallgrímsson prédikaði við aftansöng í Dómkirkjunni í Reykjavík og sagði þá meðal annars: „Tökum því vara á tímanum, fyrir hvers brúkun vér eigum þá einnig reikning að standa.“
- 1857 - Viktoría Bretadrottning valdi Ottawa sem höfuðborg Kanada.
- 1871 - Fyrsta blysför var farin í Reykjavík að undirlagi skólapilta. Á Tjörninni var álfadansleikur og þar var frumflutt kvæðið Máninn hátt á himni skín eftir Jón Ólafsson.
- 1874 - Á síðasta degi þjóðhátíðarárs var mikil skemmtisamkoma haldin á Espihóli í Eyjafirði, þar sem gerður var veisluskáli úr snjó með borðum, bekkjum og ræðustól úr ís.
- 1900 - Mikill fjöldi fólks kom saman á Austurvelli og fagnaði aldamótunum 1900 - 1901. Víðar um land var lokadags aldarinnar minnst með viðhöfn, svo sem á Akureyri og Ísafirði.
- 1914 - Gleðskapur var með mesta móti í Reykjavík, en frá og með miðnætti var öll sala og framleiðsla áfengis bönnuð á Íslandi um allangt skeið.
- 1929 - Guy Lombardo lék Auld Lang Syne í fyrsta sinn.
- 1944 - Seinni heimsstyrjöldin: Ungverjaland sagði Þýskalandi stríð á hendur.
- 1949 - Gamlárskvöld fór fram með besta móti í Reykjavík og var það þakkað brennum, sem skipulagðar voru víða um borgina.
- 1956 - Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins veitti styrki í fyrsta sinn og voru fyrstu styrkþegar Snorri Hjartarson og Guðmundur Frímann.
- 1963 - Sambandsríki Ródesíu og Nýasalands leystist upp þegar tveir hlutar þess, Norður-Ródesía og Nýasaland, fengu sjálfstæði frá Bretlandi og urðu að Sambíu og Malaví.
- 1965 - Ólafur Thors lést, 72 ára gamall. Hann myndaði fleiri ráðuneyti en nokkur annar forsætisráðherra á undan honum. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins í meira en aldarfjórðung.
- 1970 - Halldór Laxness birti grein í Morgunblaðinu sem hann nefndi Hernaðurinn gegn landinu og olli hún miklum deilum. Þar mótmælti hann meðal annars hugmyndum um stórvirkjanir og framræslu mýra.
- 1985 - Sinubrunar urðu vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu, því að þurrt var og auð jörð.
- 1990 - Rússinn Garrí Kasparov varði titill sinn í heimsmeistaramótinu í skák þegar hann lagði landa sinn Anatolíj Karpov að velli.
- 1991 - Sovétríkin leystust upp.
- 1999 - Boris Jeltsín sagði af sér sem forseti Rússlands og Vladímír Pútín var settur forseti í hans stað.
- 1999 - Panamaskurðurinn komst allur í hendur Panama.
- 2005 - Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Hveragerði brann eftir að sprenging varð í húsnæðinu um eittleytið, einnig brunnu tæki hjálparsveitarinnar, bílar og fleira. Einn fótbrotnaði en allir komust lífs af.
- 2006 - Útvarpstöðin Kántríbær lögð niður.
[breyta] Fædd
- 1491 - Jacques Cartier, franskur landkönnuður (d. 1557).
- 1869 - Henri Matisse, franskur málari og grafískur hönnuður (d. 1954).
- 1937 - Anthony Hopkins, velskur leikari.
- 1941 - Alex Ferguson, skoskur knattspyrnukappi og knattspyrnustjóri.
- 1943 - John Denver, bandarískur söngvari (d. 1997)
- 1943 - Ben Kingsley, enskur leikari.
- 1948 - Donna Summer, bandarísk söngkona.
- 1959 - Val Kilmer, bandarískur leikari.
[breyta] Dáin
- 1964 - Ólafur Thors, forsætisráðherra.
[breyta] Heimilidir
- Útvarpsstöð Kántríbæjar hættir útsendingum á morgun. Skoðað 2. janúar, 2007.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |