30. júní
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | |
2006 Allir dagar |
30. júní er 181. dagur ársins (182. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 184 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1579 - Í Bæ á Rauðasandi var framið rán er erlendir hvalveiðimenn rændu Eggerti Hannessyni sýslumanni og heimtu fyrir hann lausnargjald.
- 1594 - Morðbréfamálið: Fjögur bréf sem hermdu morð upp á Jón Sigmundsson lögmann dæmd fölsuð á Alþingi.
- 1690 - Jón Vigfússon biskup, sá er kallaður var Bauka-Jón, lést um 47 ára. Hann var biskup á Hólum í 6 ár og hafði áður stundað ólöglega tóbaksverslun.
- 1856 - Napóleon prins, bróðursonur Napóleons Frakkakeisara, kom til Íslands á herskipi með fylgdarliði. Frakkar voru að reyna að fá heimild til verslunar, fiskvinnslu og útgerðar á Dýrafirði.
- 1862 - Eldgos hófst vestan Vatnajökuls og stóð í tvö ár. Eldstöðin heitir Toppgígar og hraunið sem rann heitir Tröllahraun.
- 1874 - Skólapiltar Lærða skólans mótmæltu latneskum stílum með því að halda brennu vestur á Melum.
- 1910 - Laufey Valdimarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík.
- 1946 - Alþingiskosningar haldnar.
- 1954 - Almyrkvi varð á sólu og sást best við suðurströndina. Varð þar myrkur í nokkrar mínútur og skinu stjörnur á himni sem um nótt. Næst mun almyrkvi sjást á Íslandi við vesturströndina þann 12. ágúst 2026.
- 1964 - Norðurlandameistarmóti í handknattleik kvenna, sem haldið var í Reykjavík, lauk með sigri íslenska liðsins.
- 1968 - Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands.
- 1974 - Alþingiskosningar. Þennan dag hófu fyrstu kvenlögregluþjónar á Íslandi störf í Reykjavík.
- 1990 - Kvennahlaup ÍSÍ haldið í fyrsta sinn og var hlaupið á 6 stöðum.
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |