Feneyjar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feneyjar er höfuðborg Venetó héraðsins á Norðvestur-Ítalíu, þar búa um 271.663 manns (2004).
Borgin er hafnarborg og teygir sig yfir fjölda lítilla eyja í Feneyjalóninu sem er u.þ.b. 500 km² og liggur að Adríahafinu. Sunnan við Feneyjar eru óseyrar árinnar Pó og norðan eru óseyrar árinnar Piave.
Feneyska lýðveldið var borgríki sem var stofnað á 8. öld og var ekki sameinað við Ítalíu fyrr en undir lok 18. aldar. Þar var mikil miðstöð viðskipta, menningar og lista.
Borgin er heimsþekkt fyrir skipaskurði sína þar sem gondólum er siglt milli staða sem þykir jafnan rómantískt.