Alþjóðatengsl Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslensk stjórnmál Þessi grein er hluti af greinaflokknum: Íslensk stjórnmál |
|
Alþjóðatengsl Íslands eru þau stjórnmálatengsl og viðskiptatengsl sem Ísland hefur við önnur lönd heimsins. Ísland hefur slík tengsl við nánast öll ríki heims, en hefur einkum ræktað tengsl við nágrannaríki og mikilvægustu markaði í gegnum alþjóðasamtök eins og Norðurlandaráð, NATO og EFTA. Ísland hefur þannig langmest stjórnmálatengsl við ríki eins og Norðurlöndin, Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið.
Ísland gerðist fyrst virkur aðili í eigin alþjóðatengslum þegar það lýsti yfir sjálfstæði árið 1944 en fram að því höfðu Danir farið með utanríkismál (að nafninu til frá 1940). Þekktustu átök Íslendinga við aðrar þjóðir á alþjóðavettvangi eru Þorskastríðin þar sem tekist var á við Breta um fiskveiðilögsögu Íslands.
[breyta] Þátttaka Íslands í alþjóðasamtökum
- 1946 - Sameinuðu þjóðirnar (SÞ)
- 1949 - Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO)
- 1950 - Evrópuráðið
- 1952 - Norðurlandaráð
- 1970 - Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA)
- 1973 - Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE)
- 1992 - Vestur-Evrópusambandið (VES) (aukafélagi)
- 1995 - Eystrasaltsráðið
- 1996 - Norðurskautsráðið
- 2002 - Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn
- ...
[breyta] Sendiráð Íslands
Ísland rekur sendiráð í Austurríki (Vínarborg), Bandaríkjunum (Washington), Belgíu (Brussel), Bretlandi (London), Danmörku (Kaupmannahöfn), Finnlandi (Helsinki), Frakklandi (París), Indlandi (Nýju-Delí), Ítalíu (Róm), Japan (Tókýó), Kanada (Ottawa), Kína (Peking), Malaví (Lílongve), Mósambík (Mapútó), Namibíu (Windhoek), Noregi (Osló), Rússlandi (Moskvu), Srí Lanka (Kolombo), Suður-Afríku (Pretoríu), Svíþjóð (Stokkhólmi), Úganda (Kampala) og Þýskalandi (Berlín).