9. október
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2006 Allir dagar |
9. október er 282. dagur ársins (283. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 83 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1943 - Á Hvoli í Mýrdal fannst lifandi leðurblaka og lifði hún í 10 daga. Leðurblaka hefur aldrei áður fundist á Íslandi.
- 1950 - Stofnað var til Afreksmerkis hins íslenska lýðveldis, sem veita má þeim sem leggja líf og limi í hættu við að bjarga öðrum úr lífsháska.
- 1963 - Skáldatími eftir Halldór Laxness kom út. Bókin vakti mikla athygli, enda gerir höfundurinn upp við sósíalismann í henni.
- 1965 - Dagur Leifs Eiríkssonar hins heppna var í fyrsta skipti haldinn hátíðlegur á Íslandi.
- 1971 - TF EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar brotlenti á Rjúpnafelli. Flugmaður og farþegi sluppu án meiðsla og höfðu gengið 40 kílómetra frá slysstaðnum er þeir fundust.
- 1986 - Fyrsta einkarekna sjónvarpsstöðin á Íslandi, Stöð 2, tók til starfa undir stjórn Jóns Óttars Ragnarssonar.
- 1992 - Vígð var ný brú yfir Markarfljót. Brúin er 250 metra löng og með henni styttist hringvegurinn um 5 kílómetra. Fyrri brú yfir fljótið var vígð 1. júlí 1934.
[breyta] Fædd
- 1940: John Lennon, tónlistarmaður og bítill.
[breyta] Dáin
- 1943 - Pieter Zeeman, hollenskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1865).
- 1967 - Che Guevara, byltingarmaður og einn af hershöfðingjum Fidels Castos (f. 1928).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |