21. október
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2006 Allir dagar |
21. október er 294. dagur ársins (295. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 71 dagur er eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1819 - Séra Jón Þorláksson, prestur og skáld á Bægisá, andaðist, um það bil 75 ára gamall. Hann þýddi Paradísarmissi eftir Milton.
- 1916 - Pétur Ottesen var kjörinn á Alþingi 28 ára gamall. Hann sat á þingi í tæp 43 ár, lengur en nokkur annar.
- 1917 - Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri og athafnamaður, lést 82 ára gamall. Meðal annars sá Tryggvi um gerð Ölfusárbrúar.
- 1933 - Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um bannlögin svonefndu. Í kjölfar hennar var áfengisbann afnumið.
- 1944 - Nýsköpunarstjórnin undir forsæti Ólafs Thors tók við völdum. Aðild að henni áttu Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn.
- 1961 - Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, var gerður fyrsti heiðursborgari Reykjavíkur á 80 ára afmæli sínu.
- 1967 - Upp komst um eitt mesta áfengissmygl í áratugi og var það kallað Ásmundarmálið, kennt við bátinn Ásmund. Þúsundum lítra af áfengi var smyglað og var það geymt í skipsflaki í Elliðaárvogi.
- 1988 - Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað í Reykjavík. Þennan dag hefði Sigurjón orðið áttræður, en hann lést í desember 1982.
- 2006 - Hellisheiðarvirkun var formlega gangsett.
[breyta] Fædd
- 1949 - Benjamin Netanyahu, fyrrum forsætisráðherra Ísrael.
[breyta] Dáin
- 1819 - Jón Þorláksson, prestur og skáld á Bægisá.
- 1917 - Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri, 82 ára.
- 1969 - Wacław Sierpiński, pólskur stærðfræðingur (f. 1882).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |