5. apríl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
5. apríl er 95. dagur ársins (96. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 270 dagar eru eftir af árinu.
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2007 Allir dagar |
[breyta] Atburðir
- 1241 - Mongólar úr Gullnu hjörðinni undir stjórn Súbútaí sigruðu pólska aðalinn,studdan af Þýsku riddurunum, í orrustunni við Liegnitz.
- 1242 - - Alexander Nevskíj sigraði Þýsku riddarana á orrustunni á ísnum á Peipusvatni.
- 1933 - Alþjóðadómstóllinn í Haag dæmdi Dönum yfirráð yfir öllu Grænlandi, en Norðmenn höfðu reynt að helga sér hluta þess undir heitinu Land Eiríks rauða.
- 1940 - Alþingi samþykkti að taka upp hægri umferð á Íslandi þann 1. janúar 1941. Horfið var frá þeim áformum vegna hernáms Breta, sem óku vinstra megin og gera enn.
- 1948 - Lög voru sett um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Á þeim byggðist útfærsla fiskveiðilögsögunnar.
- 1951 - Ethel og Julius Rosenberg voru dæmd til dauða í Bandaríkjunum fyrir að stunda njósnir í þágu Sovétríkjanna.
- 1955 - Sir Winston Churchill sagði af sér sem forsætisráðherra Breta og dró sig í hlé frá stjórnmálum vegna heilsubrests, 80 ára gamall.
- 1968 - Kosningaréttur var lækkaður úr 21 ári í 20 ár.
- 1971 - Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í Glaumbæ.
- 1973 - Pierre Messmer varð forsætisráðherra í Frakklandi.
- 1986 - Flugvél á leið frá Ísafirði til Reykjavíkur fórst í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi og með henni 5 manns, en tveir lifðu af.
- 1992 - Bosnía og Hersegóvína lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu.
- 2006 - Slökkvistarfi vegna Mýraelda lauk að fullu.
[breyta] Fædd
- 1588 - Thomas Hobbes, enskur heimspekingur (d. 1679).
- 1828 - Árni Thorsteinson, landfógeti og alþingismaður (d. 1907).
- 1900 - Spencer Tracy, leikari (d. 1967).
- 1908 - Bette Davis, leikkona (d. 1989).
- 1916 - Gregory Peck, leikari (d. 2003).
- 1937 - Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
[breyta] Dáin
- 1697 - Karl XI Svíakonungur (f. 1655)
- 1821 - Sæmundur Magnússon Hólm, prestur á Helgafelli.
- 1958 - Ásgrímur Jónsson, listmálari (f. 1876).
- 1975 - Chiang Kai-shek, leiðtogi Kuomintang.
- 1994 - Kurt Cobain, tónlistarmaður (f. 1967).
- 2002 - Layne Staley, tónlistarmaður.
- 2006 - Gene Pitney, bandarískur dægurlagasöngvari.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |