Bosnía og Hersegóvína
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|||||
Kjörorð: ekkert | |||||
Þjóðsöngur: Intermeco | |||||
Höfuðborg | Sarajevo | ||||
Opinbert tungumál | bosníska, króatíska, serbneska | ||||
Stjórnarfar | Sambandslýðveldi Ivo Miro Jović Borislav Paravac Sulejman Tihić Adnan Terzic |
||||
Sjálfstæði frá Júgóslavíu |
5. apríl 1991 | ||||
Flatarmál |
124. sæti 51.129 km² hverfandi |
||||
Mannfjöldi • Samtals (2005) • Þéttleiki byggðar |
120. sæti 4.025.4762 79/km² |
||||
VLF (KMJ) • Samtals • á mann |
áætl. 2004 26.210 millj. dala (90. sæti) 6.500 dalir (101. sæti) |
||||
Gjaldmiðill | Skiptanlegt mark (BAM) | ||||
Tímabelti | UTC+1 | ||||
Þjóðarlén | .ba | ||||
Alþjóðlegur símakóði | +387 |
Bosnía og Hersegóvína, einnig ritað sem Bosnía-Hersegóvína (á heimamálum Bosna i Hercegovina/Босна и Херцеговина) er fjalllent land á vestanverðum Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu. Landið liggur að Króatíu í norðri og vestri og Serbíu í austri og Svartfjallalandi í suðri, auk þess liggur landið að Adríahafi á örstuttum kafla í suðvestri.
Nafn landsins er samansett úr nöfnum sögulegu héraðanna Bosníu og Hersegóvínu, sem mynda landið.
Höfuðborg landsins heitir Sarajevo.
Það eru þrjú opinber tungumál í Bosníu og Hersegóvínu. Þau eru bosníska, króatíska og serbneska, sem eru öll slavnesk mál.
Bosnía og Hersegóvína tilheyrði fyrrverandi Júgóslavíu fram til 5. apríl 1992, þegar landið lýsti yfir sjálfstæði.
[breyta] Stríð
Í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingarinnar fylgdi blóðugt stríð við Serbíu og Bosníu-Serba, sem neituðu að viðurkenna sjálfstæðið. Árin 1992-1993 var framið í Bosníu og Hersegóvínu mesta þjóðarmorð í Evrópu síðan 1945. Serbneskar hersveitir myrtu þúsundir Bosníumanna og Króata um alla Bosníu og Hersegóvínu. Í lok stríðsins höfðu yfir 200 þúsund manns verið myrtir og meira en tvær milljónir þurft að flýja heimili sín, þar af um 1 milljón úr landi.
21. nóvember 1995 hittust forsetar Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu og Serbíu í Dayton, í Ohio í Bandaríkjunum og skrifuðu undir friðarsamning, sem átti að stöðva bardagana í Bosníu og Hersegóvínu í þrjú ár. Lokasamningurinn var undirritaður í París 14. desember 1995. Samningurinn var kallaður Dayton-samningurinn og með honum tókst að binda enda á blóðbaðið í Bosníu og Hersegóvínu. Í stjórnarskrá landsins var því skipt í tvö ríkjasambönd, á milli Bosníumanna og Bosníu-Króata annars vegar, og Bosníu-Serba hins vegar.
[breyta] Tenglar
- Bosnia News, bosnískur fréttamiðill á ensku
Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði