24. apríl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2007 Allir dagar |
24. apríl er 114. dagur ársins (115. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 251 dagur er eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1898 - Spænsk-bandaríska stríðið hófst þegar Spánn lýsti yfir stríði gegn Bandaríkjunum.
- 1914 - Síðasti líflátsdómur var kveðinn upp á Íslandi. Dómnum var síðar breytt í ævilangt fangelsi.
- 1916 - Páskauppreisnin hófst á Írlandi.
- 1953 - Elísabet II Bretadrottning sló Winston Churchill til riddara.
- 1968 - Máritíus varð aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 1970 - Fjöldi háskólastúdenta settist að á göngum og í skrifstofum Menntamálaráðuneytisins til þess að leggja áherslu á kröfur námsmanna erlendis.
- 1970 - Kínverjar skutu upp fyrsta gervihnetti sínum.
- 1977 - Vlastimil Hort setti heimsmet í fjöltefli á Seltjarnarnesi. Hann tefldi við 550 manns á rúmum sólarhring.
- 1980 - Bandaríkjamenn reyndu að frelsa 52 bandaríska gísla, sem voru í haldi í Teheran, höfuðborg Írans. Leiðangurinn mistókst og engum gíslum var bjargað en átta bandarískir hermenn létu lífið.
- 1982 - Jón Páll Sigmarsson setti tvö Evrópumet í lyftingum, lyfti 362,5 kg í réttstöðu og 940 kg samtals.
- 1994 - Magnús Scheving náði öðru sæti á heimsmeistaramóti í þolfimi, sem haldið var í Japan.
[breyta] Fædd
- 1924 - Jón Ísberg, sýslumaður
- 1934 - Shirley MacLaine, leikkona
- 1942 - Barbara Streisand, leik- og söngkona
- 1952 - Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn
- 1960 - Friðrik Karlsson, gítarleikari
- 1964 - Björn Malmquist, fréttamaður
- 1966 - Alessandro Costacurta, ítalskur knattspyrnumaður.
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |