Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2006 var haldið í Þýskalandi dagana 9. júní til 9. júlí. Heimsmeistaramótið var það 18. í röðinni, en þau eru haldin á fjögurra ára fresti.
Leikið var í borgunum Berlín, Dortmund, Frankfurt, Gelsenkirchen, Hamburg, Hannover, Kaiserslautern, Köln, Leipzig, München, Nürnberg og Stuttgart.
Úrslitaleikurinn fór fram í Berlín þann 9. júlí en þar báru Ítalir sigurorð af Frökkum. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 og kom þá til framlengingar. Eftir framlengingu var staðan óbreytt. Það var því ljóst að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Ítalir skoruðu úr öllum 5 vítaspyrnum sínum en Frakkar úr þremur. Er þetta í fjórða skipti sem Ítalía vinnur Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.
Gestgjafar keppninnar, þjóðverjar höfnuðu í þriðja sæti og portúgalar í því fjórða.
Efnisyfirlit |
[breyta] Knattspyrnuvellir
- Allianz Arena - München
Byggður: 2005 Heildarfjöldi: 66.016 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 52.782 Heimalið: 1860 München og Bayern München
- Veltens Arena - Gelsenkirchen
Byggður: 2001 Heildarfjöldi: 53.804 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 43.920 Heimalið: Schalke 04
- Waldstadion - Frankfurt
Byggður: 2005 Heildarfjöldi: 48.132 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 38.437 Heimalið: Eintracht Frankfurt
- Westfalenstadion - Dortmund
Byggður: 1974 Heildarfjöldi: 69.982 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 50.000 Heimalið: Borussioa Dortmund
- AOL Arena - Hamburg
- Zentralstadion - Leipzig
- Frankenstadion - Nürnberg
- RheinEnergieStadion - Köln
- Fritz-Walter-Stadion - Kaiserslautern
- AWD Arena - Hannover
- Gottlieb-Daimler-Stadion - Stuttgart
- Olympiastadion - Berlín
[breyta] Riðlar
[breyta] A-riðill
[breyta] Úrslit í A-riðli
- 9. júní, Þýskaland 4 - 2 Kosta Ríka
- 9. júní, Pólland 0 - 2 Ekvador
- 14. júní, Þýskaland 1 - 0 Pólland
- 14. júní, Ekvador 3 - 0 Kosta Ríka
[breyta] B-riðill
[breyta] Úrslit í B-riðli
- 10. júní, England 1 - 0 Paragvæ
- 10. júní, Trínidad og Tóbagó 0 - 0 Svíþjóð
- 15. júní, England 2 - 0 Trínidad og Tóbagó
- 15. júní, Svíþjóð 1 - 0 Paragvæ