Margliða
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Margliða er fall, sem er samsett úr föstum og breytum með því að nota aðeins samlagningu, frádrátt og margföldun. y = f(x) = 2x² + x - 1 er dæmi um margliðu, en er það hins vegar ekki vegna þess að jafnan inniheldur deilingu. Margliður hafa stig, sem er hæsta veldi á x, sem fyrir kemur í stæðunni. Einnig er talað um stuðla margliðunnar, en þeir eru fastarnir, sem margfalda x-in í hinum ýmsu veldum, skrifaðir í röð með kommu á milli. Til dæmis eru stuðlar margliðunnar hér að ofan 2, 1, -1 og hún er 2. stigs.