Neptúnus (reikistjarna)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sólu talið. Neptúnus er nefndur eftir rómverska sjávarguðinum og er tákn þríforkurinn hið sama. Vitað er að Neptúnus hefur 8 til 13 tungl, en það þekktasta er Tríton. Neptúnus var uppgötvaður þann 23. september 1846 og síðan þá hefur aðeins eitt geimfar kannað hann, það var Voyager 2 sem fór þar hjá 25. ágúst 1989. Sporbaugur dvergreikistjörnunnar Plútós liggur að hluta fyrir innan sporbaug Neptúnusar.
Sólkerfið |
Sólin | Merkúríus | Venus | Jörðin (Tunglið) | Mars | Smástirnabeltið |
Júpíter | Satúrnus | Úranus | Neptúnus | Plútó | Kuiper-beltið | Oort-skýið |
Sjá einnig stjarnfræðileg fyrirbæri, og fyrirbæri í sólkerfinu, eftir radíus og massa |