Mjólk
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mjólk er næringarríkur vökvi sem kvenkyns spendýr framleiða í mjólkurkirtlum sínum og gefa frá sér, oftast í gegnum spena sína til að fæða ungviðið, undantekning frá þessu eru nefdýr, sem hafa ekki spena, en þess í stað seytlar mjólkin út úr holum á kvið þeirra.
Mjólk inniheldur töluverða fitu og laktósa, auk ýmissa vítamína og hormóna sem hjálpa ungviðinu að komast af.
[breyta] Mannamjólk
Mennskar mæður gefa börnum sínum mjólk fyrstu mánuðina frá fæðingu, jafnvel lengur en tvö ár í sumum tilfellum, en oftast er skipt yfir í sérstaka barnamjólk í áföngum eða hún notuð samhliða móðurmjólkinni. Á endanum er barnið fært um að drekka „venjulega mjólk“ úr búðum, þ.e. kúamjólk. Á Íslandi er mjög algengt að fólk drekki mjólk fram eftir aldri, en víða annars staðar er það ekki venjan, og fólk jafnvel missir getuna til að brjóta niður laktósann í mjólkinni með aldrinum, þetta nefnist mjólkuróþol. Sumt fólk þjáist af mjólkurofnæmi.
[breyta] Mjólkurafurðir
Stærsti framleiðandi mjólkurafurða í Evrópu er ítalska fyrirtækið Parmalat[heimild vantar] en í Tékklandi er fyrirtækið Madeta stærst[heimild vantar]. Í landamæralausa landinu Íslandi er Mjólkursamsalan í Reykjavík stærst.