Jesús
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jesús frá Nasaret (≈6–4 f.Kr. – ≈29–33) var gyðingapredikari, kenndur við bæinn Nasaret. Er mikilvægasta persónan í kristni en er þá þekktur sem Jesús Kristur (dregið af hebresku: יהושע [Yĕhošūa‘] (Jahve bjargar) og grísku: Χριστός [Christos] (hinn smurði)).
Kristnir menn trúa því að Jesús hafi lifað frá ca. 6–4 f.Kr. til ca. 29–33 e.Kr. og flestir (en ekki allir) veraldlega sinnaðir sagnfræðingar viðurkenna að Jesús hafi í raun verið til. Samkvæmt 2000 ára órofinni hefð og frásögnum guðspjallanna fjögurra sem mynda fyrstu kaflana í Nýja testamenti Biblíunnar trúa kristnir menn því að Jesús hafi verið messías (hinn smurði), sonur Guðs og Guð sjálfur og hluti af hinni heilögu þrenningu. Jesús er einnig mikilvæg persóna í ýmsum öðrum trúarbrögðum, eins og Íslam, Mormónatrú og meðal Votta Jehóva.
[breyta] Tengt efni
- Listi yfir stofnendur stórra trúabragða
- Listi yfir fólk sem heldur sig goðmagn
- Upprisa Jesú
[breyta] Tengill