Japanska
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Japanska er tungumál, bæði tal- og ritmál, sem er aðallega notað í Japan. Japanska nafn þess er „nihongo“ (日本語).
Japanska (日本語 [nihongo]) | |
---|---|
Talað hvar: | Japan |
Heimshluti: | Austur-Asíu |
Fjöldi málhafa: | 127 milljón |
Sæti: | 8 |
Ætt: | Óvíst, talið einangrað |
Opinber staða | |
Opinbert tungumál: | Japan |
Stýrt af: | |
Tungumálakóðar | |
ISO 639-1: | ja |
ISO 639-2: | jpn |
SIL: | JPN |
Tungumál – Listi yfir tungumál | |
Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
[breyta] Saga og flokkun
Deilt er um uppruna japanska málsins, þar sem það er mjög ólíkt flestum öðrum málum. Helstu kenningarnar eru:
- Að japanska sé hluti af altaíska málhópnum, sem inniheldur m.a. mongólísku og tyrknesku. Þetta er rökstutt með því að japanska hefur sömu framburðareiginleika og finnska, eistneska, kóreska og tyrkneska. Enn fremur hefur það tvo framburðartóna, líkt og serbneska, króatíska og sænska. Auk þess eru mjög mörg dæmi um samsvaranir í orðaforðanum.
- Að japanska sé komin af öðrum asískum málum.
- Að japanska sé tengd suður-asískum málum.
- Að japanska sé nokkurskonar créole.
- Að japanska sé einangrað mál sem varð til án tengsla við og áhrifa frá öðrum málum.
[breyta] Landfræðileg dreifing
Þótt japanska sé nær eingöngu töluð í Japan hefur hún á nokkrum tímabilum í sögunni verið töluð í öðrum löndum eða þegar Japan hertók Kóreu, Taívan og hluta af Kína. Heimamenn í þessum löndum voru neyddir til að læra japönsku og Kóreubúar fengu japönsk nöfn. Út af þessu eru enn margir í þessum löndum sem tala japönsku í stað eða með staðarmálinu. Þar að auki tala innflytjendur frá Japan sem búa að mestu í Bandaríkjunum (aðallega Kaliforníu og Havaí) og Brasilíu oft japönsku. Afkomendur þeirra eru kallaðir „nisei“ (二世) eða „önnur kynslóð“, önnur kynslóðin talar hinsvegar yfirleitt ekki góða japönsku. Þar að auki er nokkrar milljónir taldar vera að læra japönsku.